Samantekt um þingmál

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

155. mál á 141. löggjafarþingi.
Helgi Hjörvar.

Markmið

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og lögfesting valfrjálsra bókana frá 25. maí 2000, um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám og þátttöku barna í vopnuðum átökum.

Helstu breytingar og nýjungar

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar á málum sem þau varða miðað við aldur þeirra og þroska.
Fangar sem eru undir 18 ára aldri skulu vistaðir á heimili á vegum barnaverndaryfirvalda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005.
 

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Umsagnir (helstu atriði)

Frumvarpinu var fagnað af öllum umsagnaraðilum. Meðal þess sem bent var á var að breyta þyrfti lögum um fullnustu refsinga til að fullnægja kröfum sáttmálans um að ungir fangar séu aðskildir frá fullorðnum föngum. Einnig voru lagðar til breytingar á ákvæði um vistun fanga undir 18 ára aldri á heimilum á vegum barnaverndaryfirvalda. Barnaverndarstofa bendir á að hún þurfi meira fé til að geta tekist á við ný verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til breytingar á ákvæðum sem varða fötluð börn.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Vefur um réttindi barna fyrir börn, unglinga og fullorðna.



Síðast breytt 21.02.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.