Samantekt um þingmál

Meðferð sakamála

292. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að setja skýrari skilyrði fyrir beitingu tiltekinna aðgerða í þágu rannsóknar. Þær aðgerðir sem um ræðir eru símahlustun, upptaka á hljóðum og merkjum, taka ljósmynda og kvikmynda og notkun eftirfararbúnaðar.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að heimild lögreglu til að beita símahlustun og skyldum aðgerðum við rannsókn mála verði þrengd. Heimildin yrði  í öllum tilvikum að réttlætast af því að ríkir almanna- eða einkahagsmunir væru í húfi.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru neikvæðar nema hvað varðar lækkun refsiramma úr 8 árum í 6. Dregið var í efa að heimildir til símahlustunar og skyldra úrræða verði skýrari með samþykkt frumvarpsins.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Lög á Norðurlöndunum

Noregur
Lov om rettergangsmåten i straffesaker (Straffeprosessloven). LOV-1981-05-22-25.
Kafli 16a  Avlytting og annen kontroll av kommunikasjonsanlegg (kommunikasjonskontroll).

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje. LBK nr 1063 af 17/11/2011.
Kafli 71 Indgreb i meddelelseshemmeligheden, observation, dataaflæsning og forstyrrelse eller afbrydelse af radio- eller telekommunikation.

Svíþjóð
Rättegångsbalk (1942:740).
27 kap. Om beslag, hemlig avlyssning av elektronisk kommunikation m.m.
Lag (2007:978) om hemlig rumsavlyssning.
Lag (2008:854) om åtgärder för att utreda vissa samhällsfarliga brott.

Finnland
Tvångsmedelslag 30.4.1987/450 (falla úr gildi 1.1.2014).
Kafli 5 a Teleavlyssning, teleövervakning och teknisk observation.

Fjölmiðlaumfjöllun

Ögmundur Jónasson. Lögregla og lýðræði. Fréttablaðið 29.10.2012.

 



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.