Samantekt um þingmál

Happdrætti

477. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að auka eftirlit með happdrættum, efla forvarnir og takmarka aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi.

Helstu breytingar og nýjungar

Komið verði á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annist faglegt og kerfisbundið eftirlit með happdrættisstarfsemi og veiti stjórnvöldum ráðgjöf.
Lagt er til bann við greiðsluþjónustu til að koma í veg fyrir ólöglega netspilun á erlendum sem innlendum vefsíðum.
Ráðherra er gert heimilt að veita einum eða fleiri aðilum saman, sem hafa leyfi til að reka happdrætti á grundvelli sérlaga, leyfi til að starfrækja happdrætti á netinu.
Stefnt er að því að draga úr samkeppni á happdrættismarkaði þannig að fé nýtist sem best til góðgerðarmála.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um happdrætti nr. 38/2005.

Kostnaður og tekjur

Frumvarpið gerir ráð fyrir að eftirlits- og forvarnargjaldið standi undir rekstri Happdrættisstofu þannig að ekki hljótist af útgjaldaauki fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Margar og ítarlegar umsagnir með breytingartillögum bárust um frumvarpið.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Daníel Þór Ólason (2012). Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011. Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.

Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om lotterier m.v. (lotteriloven LOV-1995-02-24-11.
Síðasta breyting um greiðslumiðlun LOV-2008-12-19-117.

Danmörk
Lov om spil LOV nr 848 af 01/07/2010.

Svíþjóð
Lotterilag ( 1994:1000).

Finnland
Lotterilag 23.11.2001/1047.


Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.