Samantekt um þingmál

Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

683. mál á 141. löggjafarþingi.
Velferðarráðherra.

Markmið

Að stuðla að vönduðum vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og tryggja hagsmuni þátttakenda.

Helstu breytingar og nýjungar

Þátttakendum í vísindarannsóknum verði tryggð ýmis réttindi, svo sem aðgangur að upplýsingum um rannsóknir sem þeir taka þátt í. Rannsóknir fari fram innan ramma heildarlaga um vísindarannsóknir. Frumvarpinu er ætlað að festa í sessi mikilvægar alþjóðlegar reglur um siðfræði rannsókna. Breytingar á núverandi umsóknarferli um leyfi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði eru gerðar með það að markmiði að einfalda ferlið fyrir umsækjendur.

Breytingar á lögum og tengd mál

  • Skylt mál: Lífsýnasöfn, 685. mál (velferðarráðherra) á 141. þingi (15.03.2013)

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður vísindasiðanefndar aukist um 13,5 milljónir kr. á ári vegna aukinna verkefna nefndarinnar.  

Afgreiðsla

Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Aðrar upplýsingar

Helsinkiyfirlýsing Alþjóðafélags lækna - Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Læknablaðið 95/2009 s. 381-385.

Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi nr. 10/1979.

Samningur um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar við hagnýtingu líffræði og læknisfræði: Samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Birtist í Stjórnartíðindum C-deild 54/2004.

Samningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Birtist í Stjórnartíðindum C-deild  5/1991.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Lov om videnskabsetisk behandling af sundhedsvidenskabelige forskningsprojekter LOV nr 593 af 14/06/2011.

Noregur
Lov om medisinsk og helsefaglig forskning LOV-2008-06-20-44.

Svíþjóð
Lag (2003:460) om etikprövning av forskning som avser människor.

Finnland
Lag om medicinsk forskning 9.4.1999/488.



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.