Samantekt um þingmál

Mat á umhverfisáhrifum

87. mál á 141. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/ 2000 vegna athugasemda ESA við innleiðingu Íslands á tilskipun 85/337/EBE.

Helstu breytingar og nýjungar

Framkvæmdir undir tilgreindum viðmiðunarmörkum verða ekki tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar en þær framkvæmdir sem falla undir lögin verða flokkaðar í þrjá flokka og verða matsskyldar. Þá er lagt til að ákvörðunartakan verði upplýstari og taki til fleiri framkvæmda en nú er áskilið í lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar ítreka fyrri athugasemdir en þá voru einkum gerðar athugasemdir við flokkun matsskyldra framkvæmda og gagnrýnt að upplýsingar um lágmarksstærð þeirra væru ekki nógu skýrar.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Skipulagsstofnun.

Tilskipun ráðsins 85/337/EBE um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Sigbjörn Þór Birgisson (2011). Mat á umhverfisáhrifum – tilkynningarskylda: Ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda 2004-2009. Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík.

Margrét Vala Kristjánsdóttir o.fl.(2011). Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Stjórnmál og stjórnsýsla 7 (4) s.34-56.
 



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.