Samantekt um þingmál

Markaðar tekjur ríkissjóðs

306. mál á 143. löggjafarþingi.
Fjárlaganefnd.

Markmið

Að afnema markaðar tekjur ríkissjóðs en það eru ríkistekjur sem eru sérstaklega eyrnamerktar til að standa undir kostnaði við tiltekna málaflokka og renna til viðkomandi stofnana.

Helstu breytingar og nýjungar

Í stað þess að markaðar tekjur renni til viðkomandi stofnunar þá renna þær í ríkissjóð.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta þarf 58 lögum.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir stofnana sem að miklu eða jafnvel öllu leyti eru reknar fyrir markaðar tekjur leggjast gegn frumvarpinu. Aðilar vinnumarkaðarins leggjast gegn frumvarpinu varðandi þá sjóði sem samið hefur verið um á vinnumarkaði með aðkomu markaðra tekna.

Afgreiðsla

Málinu var vísað til fjárlaganefndar eftir 1. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Í skýrslum Ríkisendurskoðunar til Alþingis, um framkvæmd fjárlaga og um fjárreiður ýmissa stofnana sem hafa markaðar tekjur, hefur komið fram gagnrýni á núverandi fyrirkomulag vegna markaðra tekna.


Síðast breytt 20.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.