Samantekt um þingmál

Almannavarnir o.fl.

412. mál á 144. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Markmið frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð um almannavarnir og valdheimildir æðstu stjórnar ríkisins til að grípa til sérstakra neyðarráðstafana gagnvart stofnunum og fyrirtækjum sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar til þess að bregðast við ógnum sem beinast að mikilvægum samfélagslegum innviðum. 
Ríkislögreglustjóri fær heimildir til þess að fyrirskipa eiganda eða umráðamanni slíkra mikilvægra samfélagslegra innviða að gera viðeigandi öryggis- og neyðarráðstafanir vegna almannavarna til að tryggja mikilvæga samfélagslega innviði og almannaheill og lágmarka samfélagslegan skaða án þess að til bótaskyldu stofnist.
Ráðherra geti að fengnu samþykki ríkisstjórnar farið fram á aðstoð hjálparliðs frá útlöndum vegna almannavarnaástands.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um almannavarnir nr. 82/2008.
Raforkulög nr. 65/2003.
Lög um fjarskipti nr. 81/2003.
Lög um Viðlagatryggingu Íslands nr. 55/1992.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi teljandi áhrif á núverandi stjórnsýslukostnað ríkissjóðs í þessum málaflokki.

Afgreiðsla

Mælt var fyrir frumvarpinu en fyrstu umræðu var ekki lokið.


Síðast breytt 03.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.