Samantekt um þingmál

Húsaleigulög

399. mál á 145. löggjafarþingi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið

Að auka réttaröryggi leigjenda og koma á meiri festu í samskiptum leigjenda og leigusala svo að komast megi hjá ágreiningi síðar.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að þrengd verði verulega almenn undanþága núgildandi húsaleigulaga varðandi íbúðarhúsnæði sem leigt er til ákveðinna hópa, svo sem námsmanna, aldraðra eða öryrkja. Sett eru fram skýrari fyrirmæli en áður um hvernig samskiptum leigusala og leigjanda skuli háttað. Lögð eru til ákvæði um fullnægjandi brunavarnir og ástand leiguhúsnæðis. Stuðlað er að gerð ótímabundinna leigusamninga. Í frumvarpinu eru ítarlegri ákvæði en áður um eftirlit ráðherra með starfsemi leigumiðlara.

Breytingar á lögum og tengd mál

Húsaleigulög nr.  36/1994.
  • Endurflutt: Húsaleigulög, 696. mál (félags- og húsnæðismálaráðherra) á 144. þingi (01.04.2015)
  • Skylt mál: Húsnæðissamvinnufélög, 370. mál (félags- og húsnæðismálaráðherra) á 145. þingi (25.11.2015)
  • Skylt mál: Húsnæðisbætur, 407. mál (félags- og húsnæðismálaráðherra) á 145. þingi (02.12.2015)
  • Skylt mál: Almennar íbúðir, 435. mál (félags- og húsnæðismálaráðherra) á 145. þingi (16.12.2015)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Velferðarráðuneytið, maí 2014.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om leje  LBK nr 809 af 01/07/2015.

Noregur
Lov om husleieavtaler (husleieloven).  LOV-1999-03-26-17.

Svíþjóð
Hyreslagen ( 12 kap. jordabalken 1970:994).
Lag ( 2012:978) om uthyrning av egen bostad.
Hyresförhandlingslag ( 1978:304).

Finnland
Lag om hyra av bostadslägenhet  31.3.1995/481.


Síðast breytt 02.06.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.