Samantekt um þingmál

Lyfjalög

677. mál á 145. löggjafarþingi.
Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu er tilgreind skylda stjórnvalda til að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga, hafa almennt eftirlit með lyfjaávísunum lækna og eftirlit með ávana- og fíknilyfjum. Einnig er lagt til aukið aðgengi heilbrigðisstarfsstétta að lyfjaupplýsingum sjúklinga auk þess sem sjúklingar fá lagalegan stuðning til að hafa aðgengi að eigin lyfjaupplýsingum.
Lögð er til einföldun á gagnagrunnum og tölfræði. Einnig er lögð sú skylda á heilbrigðisstarfsfólk að tilkynna aukaverkanir er tengjast lyfjum. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lyfjalög nr. 93/1994.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs muni aukast um 276 milljónir kr., skipt á árin 2017–2021.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Lyfjastefna til ársins 2020. Velferðarráðuneytið 2015.



Síðast breytt 18.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.