Samantekt um þingmál

Kosningar til Alþingis

859. mál á 145. löggjafarþingi.
Forsætisnefndin.

Markmið

Að framkvæmd kosninga verði samræmdari og skilvirkari, hlutverk stofnana sem annast hana skýrt og dregið úr réttaróvissu.

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á stjórnsýslu og framkvæmd kosninga, meðal annars þannig að landskjörstjórn verði sjálfstæð stjórnsýslustofnun og að Þjóðskrá taki við því  hlutverki sveitarstjórna að semja kjörskrár og gera leiðréttingar á þeim.
Lagt er til að tímafrestir séu reiknaðir í sólarhringum í stað vikna áður. Einnig eru lagðar til breytingar á ákvæðum um kjörskrárgerð, skráningu stjórnmálasamtaka og listabókstafi.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að yfirkjörstjórn taki við framboðslistum og athugi hvort öll skilyrði séu uppfyllt. Ekki er gert ráð fyrir að yfirkjörstjórnir kveði upp úrskurð um gildi fram­boðslista líkt og nú er.
Lagt er til að upphaf atkvæðagreiðslu utan kjörfundar færist nær kjör­degi, úr 56 dögum eða átta vikum í 29 daga eða fjórar vikur.
Komið verður á fót sjálfstæðri úrskurðarnefnd kosningamála.
Tekin verður upp í kosningalög sérstök heimild fyrir innlenda og erlenda kosningaeftirlitsmenn til þess að fylgjast með framkvæmd kosninga.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um kosningar til Alþingis nr.  24/2000.

Afgreiðsla

Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Aðrar upplýsingar

Iceland Early Parliamentary Elections 25 April 2009. Skýrsla sendinefndar ÖSE sem var á Íslandi 3.-5. mars 2009 um alþingiskosningarnar 25. apríl 2009. Skýrslan var gefin út 18. mars 2009.
Iceland Parliamentary Elections 27 April 2013. Skýrsla sendinefndar ÖSE sem var á Íslandi 15.-30. apríl 2013 um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013. Skýrslan var gefin út 24. júní 2013.


Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om valg til Stortinget, fylkesting og kommunestyrer (valgloven).  LOV-2002-06-28-57.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om valg til Folketinget. LBK nr 416 af 12/05/2016

Svíþjóð
Kungörelse ( 1974:152) om beslutad ny regeringsform.
Riksdagsordning ( 2014:801).
Valförordning ( 2005:874).

Finnland
Finlands grundlag 11.6.1999/731.
Vallag 2.10.1998/714.



Síðast breytt 17.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.