Samantekt um þingmál

Þinglýsingalög o.fl.

68. mál á 149. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að stefna að aukinni sjálfvirkni við þinglýsingar.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að heimilt verði að þinglýsa með rafrænni færslu sem verði jafngild þinglýsingu skjals. Fyrst um sinn verður þinglýsing með rafrænni færslu takmörkuð við ákveðna tegund skjala og tiltekna þinglýsingarbeiðendur. Gert er ráð fyrir að í reglugerð verði skilgreint hvaða skjölum megi þinglýsa með rafrænni færslu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Þinglýsingalög, nr. 39/1978.
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr.  88/1991.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er tímabundinn kostnaður við innleiðingu þess áætlaður 50 milljónir kr. og er af tvennum toga. Annars vegar þarf að ljúka við gerð upplýsingakerfis, koma upp þjónustugátt og hanna útlit á vefum og er kostnaður við verkþættina áætlaður 29 milljónir kr. Hins vegar er kostnaður við verkstjórn áætlaður 21 milljón kr.

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að tímabundinn kostnaður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög 2018 muni aukast um 50 milljónir kr. árið 2019 en gert er ráð fyrir að þessum kostnaði verði fundinn staður innan heildarútgjaldaramma ríkissjóðs samkvæmt fjármálaáætlun 2019–2023.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Þinglýsing rafrænna skjala. Greiningarskýrsla. Fjármálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og Þjóðskrá Íslands, 2010.




Síðast breytt 14.12.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.