Samantekt um þingmál

Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

776. mál á 149. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að setja veiðar á makríl undir aflamarksstjórn.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á makríl og að aflahlutdeild verði úthlutað til skipa á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008–2018, að báðum árum meðtöldum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996.
Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Kostnaður og tekjur

Kostnað af framkvæmd stjórnsýslu vegna þessa frumvarps mun Fiskistofa leysa innan núverandi fjárheimilda. Tekjur af árlegri útgáfu makrílveiðileyfa falla niður verði frumvarpið samþykkt og munu tekjur ríkissjóðs því dragast saman um sem nemur 1,5 milljónum kr. á ári. 

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri breytingu helstri að skipum sem veiða makríl er skipt í tvo flokka: A-flokk sem í eru skip sem veiða með öðrum veiðarfærum en handfærum og línu og B-flokk sem í eru skip sem veiða með handfærum og línu. Þá var bætt við ákvæðum um úthlutun og framsal aflahlutdeildar skipa í makríl úr þessum tveimur flokkum.

Aðrar upplýsingar



Síðast breytt 01.07.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.