Samantekt um þingmál

Upplýsingalög

644. mál á 150. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að leggja traustari grunn undir niðurstöður opinberra aðila um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einstaklinga og lögaðila sem þær lúta að frekari vernd.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar á upplýsingalögum í því skyni að bæta og skýra réttarstöðu þriðja aðila, þ.e. þess sem getur átt hagsmuna að gæta af því að veittur verði aðgangur að tilteknum upplýsingum. Lagt er til að kveðið verði á um skyldu stjórnvalda til að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar upplýsinga sem varða hann áður en ákvörðun er tekin nema það sé bersýnilega óþarft. Þá er lagt til það nýmæli að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði gert skylt að birta þriðja aðila úrskurð þegar fallist er á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem varða hann. Að auki er lagt til að þriðja aðila verði leyft að krefjast þess að réttaráhrifum slíks úrskurðar verði frestað.

Breytingar á lögum og tengd mál

Upplýsingalög, nr. 140/2012.
Lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.


Síðast breytt 07.09.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.