Samantekt um þingmál

Ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun

721. mál á 150. löggjafarþingi.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að auka traust og tryggja gagnsæi í upplýsingagjöf fyrirtækja sem almennt má telja að séu þjóðhagslega mikilvæg og varða hagsmuni almennings. 

Helstu breytingar og nýjungar

Gert er ráð fyrir útvíkkun á skilgreiningu hugtaksins eining tengd almannahagsmunum, sem finna má í lögum um ársreikninga og í lögum um endurskoðendur og endurskoðun, í því skyni að fella fleiri félög, sem almennt eru talin þjóðhagslega mikilvæg og varða hagsmuni almennings, undir skilgreininguna en í núgildandi lögum. Þá er gerð tillaga að breyttu orðalagi er lýtur að þeim kröfum sem gerðar eru til skýrslu stjórnar um árangur, áhættu og óvissuþætti. Einnig er lagt til að allar einingar tengdar almannahagsmunum skuli árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla í skýrslu stjórnar auk þess að taka af allan vafa um hvaða félög skuli láta ófjárhagslegar upplýsingar fylgja í yfirliti með skýrslu stjórnar. Enn fremur er gerð tillaga um gjaldfrjálsa birtingu ársreikninga á opinberu vefsvæði.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um ársreikninga, nr. 3/2006.
Lög um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.


Síðast breytt 03.07.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.