Samantekt um þingmál

Höfundalög

136. mál á 151. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að tryggja hagsmuni aðila sem ekki geta nýtt sér prentað mál til lesturs.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að innleiða tilskipun 2017/1564/ESB (Marrakess-tilskipunina) og undirbúa þannig aðild Íslands að Marrakess-sáttmálanum. Því er lagt til að breyta höfundalögunum í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Þá er lagt til að ákvæðum 19. gr. höfundalaga um takmarkanir á einkarétti höfunda til hagsbóta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér venjulegt prentað mál til lesturs verði breytt í samræmi við ákvæði Marakess-sáttmálans. Þannig yrði heimilt að nota eintök, sem gerð eru í aðildarríkjum Marakess-sáttmálans og aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) samkvæmt takmörkunum sem núna er að finna í 19. gr., hér á landi og öfugt þegar Ísland er orðið aðili að sáttmálanum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Höfundalög, nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi veruleg fjárhagsleg áhrif fyrir ríkisjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2017/1564/ESB frá 13. september 2017 um tiltekna leyfilega notkun á tilteknum verkum og öðru efni sem er verndað af höfundarétti og skyldum réttindum í þágu blindra, sjónskertra eða þeirra sem glíma við aðra prentleturshömlun og um breytingu á tilskipun 2001/29/EB um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.



Síðast breytt 18.03.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.