Samantekt um þingmál

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu

366. mál á 151. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að skýra lagaumhverfi Ríkisútvarpsins ohf. varðandi upplýsingarétt almennings.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar á upplýsingaákvæði 2. mgr. 18. gr. laga um Ríkisútvarpið. Lagt er til að um starfsemi Ríkisútvarpsins gildi ákvæði upplýsingalaga um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, launakjör æðstu stjórnenda, og áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra, einnig um starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þá er lagt til að veittar skuli upplýsingar um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þ.á.m. vegna áminningar og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Tilefni breytinganna er bréf umboðsmanns Alþingis, nr. 10319/2019, vegna túlkunar úrskurðarnefndar upplýsingamála um Ríkis­útvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla

Samþykkt með fáeinum tæknilegum breytingum auk þess sem áréttað var að upplýsingaréttur almennings nái ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga.

Aðrar upplýsingar

Bréf umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10319/2019.



Síðast breytt 19.04.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.