Samantekt um þingmál

Fjármálamarkaðir

532. mál á 152. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að innleiða sex Evrópugerðir sem varða viðskipti á fjármálamörkuðum auk þess að fella brott ákvæði í lögum um yfirtökur sem eiga ekki lengur við.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að ákvæði sex Evrópugerða á fjármálamarkaði verði teknar upp í íslenskan rétt. Um er að ræða þrjár gerðir Evrópuþingsins og ráðsins sem breyta svokölluðum móðurgerðum og þrjár framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem breyta framseldri reglugerð Evrópusambandsins.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021.
Lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020.
Lög evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
Lög um lánshæfismatsfyrirtæki, nr. 50/2017.
Lög um yfirtökur, nr. 108/2007.
Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.
Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/338 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB að því er varðar upplýsingakröfur, afurðastýringu og stöðuhámark og tilskipanir 2013/36/ESB og (ESB) 2019/878 að því er varðar beitingu þeirra á verðbréfafyrirtæki til að aðstoða við endurreisn í kjölfar COVID-19-hættuástandsins.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) nr. 596/2014 og (ESB) 2017/1129 að því er varðar að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin) (Omnibus II-tilskipunin).

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2294 frá 28. ágúst 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar nánari útlistun á skilgreiningunni á innmiðlurum með tilliti til tilskipunar 2014/65/ESB.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1011 frá 13. desember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar tiltekin skráningarskilyrði til að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja með tilliti til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/527 frá 15. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir vikulegar stöðutilkynningar.


Síðast breytt 23.08.2022. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.