Samantekt um þingmál

Hlutafélög o.fl.

227. mál á 153. löggjafarþingi.
Menningar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að auka svigrúm við undirbúning hluthafafunda. Að binda formlegan endi á tilvist félags sem hefur verið afskráð samkvæmt reglum laganna. Að auka skilvirkni og hagkvæmni.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar á lögum um hlutafélög þar sem félögum þar sem hlutir hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum markaði er heimilað að ákveða í samþykktum sínum tiltekin atriði er varða hluthafafundi, þ.m.t. aðalfundi. Þá eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög þess efnis að þegar um er að ræða félag sem þegar hefur verið afskráð samkvæmt heimild í lögunum þá sé hlutafélagaskrá heimilt að krefjast skipta á félaginu að liðnu ári frá afskráningu enda hafi þá ekki borist beiðni um að félagið verði skráð á nýjan leik. Enn fremur eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um ársreikninga, s.s. að ársreikningum skuli skila á rafrænu formi.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um hlutafélög, nr. 2/1995.
Lög um einkahlutafélög, nr. 138/1994.
Lög um ársreikninga, nr. 3/2006.
  • Endurflutt: Hlutafélög o.fl., 585. mál (menningar- og viðskiptaráðherra) á 152. þingi (01.04.2022)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir verulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om aktie- og anpartsselskaber (selskabsloven)  LBK nr 1952 af 11/10/2021.

Finnland
Aktiebolagslag 21.7.2006/624.

Noregur
Lov om allmennaksjeselskaper (allmennaksjeloven) LOV-1997-06-13-45.

Svíþjóð
Aktiebolagslag ( 2005:551).


Síðast breytt 21.08.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.