Samantekt um þingmál

Fjölmiðlar

979. mál á 153. löggjafarþingi.
Menningar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að innleiða Evróputilskipun um breytingar á hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB.

Helstu breytingar og nýjungar

Með frumvarpinu er innleidd Evrópugerð sem breytir hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB. Gert er ráð fyrir að mynddeiliveitur, eins og tilteknir hlutar samfélagsmiðla, falli undir lögin og að þær geri viðeigandi ráðstafanir, m.a. til að vernda börn gegn óæskilegu efni og almenning gegn hatursáróðri, setja á fót aldursstaðfestingarkerfi og gera notendum kleift að tilkynna efni sem brýtur í bága við lög og reglur. Þá er mælt fyrir um aukna vernd barna gegn viðskiptaboðum og þá sérstaklega kostun barna- og unglingaefnis. Gert er ráð fyrir að réttindi sjón- og heyrnarskertra verði efld, sérstaklega hvað varðar textun og hljóðlýsingu. Þá eru lagðar auknar skyldur á fjölmiðlaveitur sem miðla myndefni eftir pöntun til að tryggja að evrópskt efni sé að lágmarki 30% af framboði þeirra og að efnið sé sýnilegt. Þá er lagt til að fjölmiðlaveitur þurfi að fjárfesta með beinum hætti í efni á íslensku.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011.
  • Endurflutt: Fjölmiðlar, 717. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 151. þingi (07.04.2021)

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að kostnaður muni rúmast innan núverandi útgjaldaramma fjölmiðlanefndar.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingar á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu) í ljósi breytinga á markaðsaðstæðum.


Síðast breytt 25.06.2024. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.