Samantekt um þingmál

Þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

737. mál á 154. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að leggja niður óbyggðanefnd og breyta ýmsum ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998, með tilliti til reynslu af framkvæmd laganna og væntanlegra breytinga á eignarhaldi landsvæða.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að leggja niður óbyggðanefnd og er frumvarpinu einkum ætlað að útfæra hvernig staðið skuli að því. Þá eru lagðar til breytingar á nokkrum öðrum ákvæðum þjóðlendulaga, nánar tiltekið laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, í ljósi reynslunnar af framkvæmd laganna undanfarin ár.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.
Vatnalög, nr. 15/1923.
Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.
Raforkulög, nr. 65/2003.
Lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004.
Lög um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006.
Lög um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007.
Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.
Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013.
Lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni, nr. 100/2021.

Kostnaður og tekjur

Starfslok óbyggðanefndar munu spara ríkissjóði fjármuni sem hingað til hafa runnið til nefndarinnar. Aukið leyfisveitingarhlutverk forsætisráðherra mun líklega auka tekjur ríkissjóðs þar sem gjald verður tekið fyrir leyfisveitinguna. 

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum.


Síðast breytt 23.08.2024. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.