Öll erindi í 478. máli: almenn hegningarlög

(kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu)

Umsagnir voru jákvæðar. Gerðar voru athugasemdir við 2. gr. frumvarpsins og bent á að hægt væri að túlka breytinguna á þann hátt að það sé vægara brot að brjóta gegn barni yngra en 15 ára en gegn barni 15, 16 eða 17 ára. Í athugasemd við 4. gr. frumvarpsins var bent á að það kunni að orka tvímælis að ekki sé gert ráð fyrir að hægt sé að þyngja refsingu þegar brot er framið í trúnaðarsambandi eftir að þolandinn hefur náð 15 ára aldri.

141. löggjafarþing.

Erindi og umsagnir

Smella má á fyrirsögn dálks til að raða eftir honum. Öll erindi í einu skjali

Aðgengi að erindum

Erindi til nefnda eru aðgengileg á vef Alþingis frá 2001 (127. löggjafarþingi). Til að fá upplýsingar um eldri erindi er hægt að hringja á nefndasvið skrifstofu Alþingis í síma 563 0433 eða senda tölvupóst á nefndasvid@althingi.is.