11.9.2024

Stefnuræða forsætisráðherra 11. september

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:40.

Strax að loknum umræðum verður bein útsending úr Alþingishúsinu á RÚV þar sem sérfræðingar fjalla um það sem fram kemur í umræðunum.

Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver.

 
Stefnuraeda
Röð flokkanna og ræðumenn þeirra eru eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkur

 

  • Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrri umferð
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í seinni umferð

Samfylkingin

  • Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Flokkur fólksins

  • Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð
  • Tómas A. Tómasson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð
  • Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í seinni umferð

Píratar

  • Halldóra Mogensen, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrri umferð
  • Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í fyrri umferð
  • Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í seinni umferð

Viðreisn

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Hanna Katrín Friðriksson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Miðflokkurinn

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð