23.6.2024

Tölfræði 154. löggjafarþings

Þingfundum 154. löggjafarþings var frestað 23. júní 2024. Þingið var að störfum frá 12. september til 16. desember 2023 og frá 22. janúar til 23. júní 2024.

Þingfundir voru samtals 131 og stóðu í rúmar 649 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 55 mín. Lengsti þingfundur stóð í 15 klst. og 43 mín.

Þingfundadagar voru alls 109.

Lengsta umræða var um fjárlög fyrir árið 2024 og stóð hún samtals í tæpar 36 klst.

Af 267 frumvörpum urðu 112 að lögum en 155 voru óútrædd.

Af 178 tillögum urðu 22 að ályktunum og 156 voru óútræddar. 5 voru kallaðar aftur.

35 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 25 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af 23 til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. 13 munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 715. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 90 og var 58 svarað. 625 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 361 þeirra svarað en 2 kallaðar aftur. 262 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 1.213 og tala prentaðra þingskjala var 2.060.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 321.

Sérstakar umræður voru 27.

Samtals hafa verið haldnir 547 fundir hjá fastanefndum.