Tilkynningar

Nýr forseti Íslands settur inn í embætti

1.8.2024

Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands í dag, 1. ágúst. Dagskráin hefst með helgistund í Dómkirkjunni kl. 15:30 og svo verður gengið yfir í Alþingishúsið.

Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Skjáir verða á svæðinu svo fólk geti fylgst með því sem fram fer. Einnig verður bein sjónvarpsútsending á RÚV frá athöfninni í kirkju og þinghúsi. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum Alþingishússins.

Móttaka fyrir gesti athafnarinnar verður svo haldin í Smiðju. Hingað til hafa þessar móttökur verið haldnar í þinghúsinu.

Dagskrá athafnarinnar

Inauguration schedule

P1014046