Tilkynningar

Laust starf í öryggis- og þjónustudeild á skrifstofu Alþingis

12.7.2024

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í stöðu þingvarðar í öryggis- og þjónustudeild í fullt vaktavinnustarf. Einnig kemur til greina að ráða í tímabundna stöðu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum alla vikudaga á milli kl. 7-23.

Verkefni starfsfólks eru m.a. umsjón með öryggismálum, almenn þjónusta við þingmenn, starfsfólk og gesti og önnur verkefni sem deildinni eru falin. Starfsfólk deildarinnar tekur þátt í teymisvinnu þvert á starfseiningar skrifstofu Alþingis og í starfinu felst frábært tækifæri til að taka þátt í líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi þingsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta við þingmenn og starfsfólk og gesti
  • Öryggisgæsla
  • Eftirlit með húsnæði þingsins
  • Móttaka gesta og símsvörun
  • þátttaka í öðrum verkefnum sem deildinni eru falin

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta
  • Aukin ökuréttindi eru kostur
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta, önnur tungumálakunnátta kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Eingöngu verður tekið við umsóknum í gegnum ráðningarkerfi Orra. 

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Skrifstofa Alþingis hefur hlotið jafnlaunavottun og starfar í samræmi við betri vinnutíma. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis, www.althingi.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Sigurlaug Skaftad. McClure, deildarstjóri - stjornendurth@althingi.is - 563-0500

Sækja um starf