61. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 09:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:19
Logi Einarsson (LE) fyrir (KFrost), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Vilhjálmur Árnason vék af fundi 09:47, Logi Einarsson kl. 10:08 og Jódís Skúladóttir kl. 11:25.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1035. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 Kl. 09:00
Til fundarins komu Anna Ingimundardóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 10:14. Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Kl. 11:20. Aðalsteinn Óskarsson og Sigríður Kristjánsdóttir frá Vestfjarðastofu. Þau tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:52
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að leita eftir afstöðu SA um hvort aðgerðir ríkisins í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði hafi verið samræmi við það sem SA átti von á eða hvort SA telji að ekki hafi verið þörf á aðkomu stjórnvalda. Einnig var óskað eftir stuttu minnisblaði um fjarskipti á stofnvegum, reikisamband og netsamband. Loks var ákveðið að óska eftir minnisblaði um samgöngumál. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54