Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að okkur hv. þm. sé sýnd svona sæmileg kurteisi og það sé ekki talað niður til okkar hv. þm. Það er hægt að stjórna hér og hafa aga á liðinu án þess að gera það með þeim hætti sem stefnt var að hér áðan af hv. forseta. Ég óska eftir því að það verði ekki tíðkað hér meira í framtíðinni. Þá verður að mæta því með viðeigandi hætti.
    Ég vil, virðulegi forseti, taka það fram út af þessu svokallaða samkomulagi sem gert var og taka undir orð hv. þm. Ragnhildar Helgadóttur að meginforsenda þess að þetta samkomulag gæti staðist sem formaður þingflokks Sjálfstfl. gerði byggðist auðvitað á því að hæstv. utanrrh. væri viðstaddur og mér var ekki frekar en hv. þm. Ragnhildi Helgadóttur kunnugt um að hann yrði ekki viðstaddur hér í kvöld vegna annarra skyldustarfa. Þess vegna leyfði ég mér að óska eftir því að þessum umræðum yrði framlengt þar til hann væri viðstaddur.
    Nú hefur hæstv. ráðherra mætt í salinn og fagna ég því og þá getur umræðan auðvitað haldið áfram.