Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 100 . mál.


Sþ.

103. Tillaga til þingsályktunar



um útsendingar veðurfregna.

Flm.: Ingi Björn Albertsson, Júlíus Sólnes, Óli Þ. Guðbjartsson,


Guðmundur Ágústsson.



    Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að veðurfregnir verði í framtíðinni sendar út samtímis á öllum útvarpsstöðvum og rásum þeirra.

Greinargerð.


    Með samþykkt tillögu þeirrar, sem hér er lögð fram, væri stigið stórt skref í þá átt að tryggja enn frekar öryggi sjómanna og þeirra er ferðast mikið um fjöll og firnindi.
    Allmargir, sem stunda sjóinn, eru með útvarp stillt á dægurrásirnar og missa því mjög oft af veðurfregnum á Rás 1 þar sem þeim er nú útvarpað. Á þetta ekki síst við um sjómenn á smærri bátum.
    Þessi tillaga er flutt til þess að veðurfregnir fari ekki fram hjá nokkrum manni sem á annað borð er með opið fyrir útvarp. Það þarf ekki að eyða orðum að því hvað getur gerst — og hefur gerst — ef menn missa af veðurfregnum.