Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 256 . mál.


Sþ.

467. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um framkvæmd náttúruverndarlaga.

Frá Sigrúnu Helgadóttur og Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hvernig er að Náttúruverndarráði búið, t.d. hvað snertir starfsfólk og fjárveitingar, til þess að það geti haft eftirlit með mannvirkjagerð og jarðraski eins og ráðinu er ætlað skv. 29. gr. laga um náttúruvernd, nr. 47/1971? Hversu oft og í hvaða tilvikum hafa framkvæmdir verið stöðvaðar á grundvelli þessarar lagagreinar?
2.     Hversu tíð eru meint brot á náttúruverndarlögum, um hvers konar brot er að ræða og hversu oft hafa menn verið sakfelldir fyrir slík brot?