Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 224 . mál.


Nd.

882. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 77/1979, um Háskóla Íslands, sbr. l. nr. 8/1985.

Frá meiri hl. menntamálanefndar.



    Það frumvarp, sem hér er um að ræða, fjallar um stöðuveitingar við Háskóla Íslands. Meginatriði frumvarpsins er að áhrif háskóladeildar eru aukin hvað stöðuveitingar varðar og vald ráðherra er þrengt og er fyrst og fremst synjunarvald.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Samkvæmt henni skulu dómnefndarmenn uppfylla hin sérstöku dómaraskilyrði laga um meðferð einkamála í héraði, t.d. að þeir séu ekki náskyldir umsækjendum sem þeir fjalla um eða ekki svo tengdir að hætta sé á að þeir „fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“.
    Guðmundur G. Þórarinsson og Ragnhildur Helgadóttir voru fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. apríl 1989.



Ragnar Arnalds,

Ólafur Þ. Þórðarson.

Árni Gunnarsson.


form., frsm.



Þórhildur Þorleifsdóttir.