Stimpilgjald
Föstudaginn 15. desember 1989


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Hér er fyrirliggjandi á þskj. 327 álit fjh.- og viðskn. um 21. mál þingsins, þ.e. frv. til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald nr. 36/1978.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið á sinn fund um málið Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands, og Snorra Olsen, skrifstofustjóra í fjmrn. Mælir nefndin með samþykkt frv. með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þskj. Breytingin varðar gildistökuákvæði frv. Hér er um að ræða þmfrv. frá hv. þm. Guðmundi G. Þórarinssyni, Alexander Stefánssyni og Ólafi Þórðarsyni um að stimpilgjald af hlutabréfum sem nú er 2% verði eftir að þessi lög öðlast gildi 0,5% af fjárhæð bréfanna. Gildistökuákvæði breytum við og leggjum til að lögin öðlist gildi hinn 1. jan. 1990.