Lánsfjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Frsm. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. (Friðrik Sophusson):
    Virðulegur forseti. Ég sé fyrir mitt leyti ekki efni til þess að haldinn sé fundur, a.m.k. ekki áður en 2. umr. er lokið. Það er eðlilegt að fallast á það að hv. stjórnarþm. fái innbyrðis að samræma sín sjónarmið, ekki síst þegar um er að ræða breytingar til bóta og ég get a.m.k. sagt það fyrir hönd 2. minni hl. nefndarinnar að okkur finnst ekki ástæða til að kalla saman sérstakan fund um það hvort þeir megi leiðrétta eigin yfirsjónir. Fremur ætti að óska þess að það gerðist sem oftast. Ef þeir ættu að leiðrétta þær allar þyrftu að vera margir fundir á dag og sé ég ekki ástæðu til þess að standa í slíku, en óska þess að þeir geti sem fyrirhafnarminnst bætt sín verk.