Fundarsókn þingmanna
Miðvikudaginn 21. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Þá er gengið til dagskrár. Eins og fram kemur í dagskrá var ætlunin að hér færi fram atkvæðagreiðsla um a.m.k. þrjú fyrstu dagskrármálin. 17 hv. þingdeildarmenn eru komnir í hús þannig að það verður ekki unnt a.m.k. strax að hefja atkvæðagreiðslu en forseti væntir þess eindregið að í hús komi a.m.k. 22 hv. þingdeildarmenn og fer nú skörin að færast upp í bekkinn ef ekki reynist unnt dag eftir dag í hv. deild að ná fram atkvæðagreiðslum vegna lélegra mætinga hv. þingdeildarmanna. Forseti tekur þá fyrir fjórða dagskrármálið.