Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 1010 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 67/1988, um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu, og kemur það frá fjh.- og viðskn.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt án breytinga. Málið kom til Ed. frá Nd. Þar var engin brtt. gerð við frv. og taldi Ed. Alþingis ekki heldur ástæðu til að breyta frv. frá því sem var. Frv. er um það að eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Namibíu verði aflétt því banni á viðskiptum sem er í núgildandi lögum, en áfram er haldið banni við viðskiptum við Suður-Afríku.