Eyjólfur Konráð Jónsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Ég skal ekki hafa mörg orð. Skýring forseta ætti að sjálfsögðu við ef ekki væri hér um brtt. að ræða. Hér er hins vegar um brtt. að ræða sem gengur skemmra til skerðingar á því sem er í aðaltillögunni. Þess vegna er alveg ljóst að þó að tillaga minni hl. beri hærra númer þá á hún að ganga til atkvæða fyrst. Það er alveg ljóst.