Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 120 . mál.


Sþ.

124. Tillaga til þingsályktunar



um viðskipti og menningarsamskipti við byggðir Vestur-Íslendinga í Kanada.

Flm.: Ásgeir Hannes Eiríksson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að skipa nefnd er fái það hlutverk að kanna möguleika á að efla viðskipti og menningarsamskipti við byggðir Vestur-Íslendinga í Kanada.
    Nefndin skili áfangaskýrslu um störf sín fyrir árslok 1990.

Greinargerð.


    Það er fyrst á síðustu áratugum sem efnt hefur verið til fjölmennra ferða Vestur-Íslendinga hingað til lands og jafnframt er farið héðan í heimsóknir af ýmsu tagi vestur um haf.
    Lítið mun hins vegar hafa verið um skipulagðar heimsóknir skólafólks eða vinabæjatengsl. Sáralítið mun einnig hafa verið um tilraunir til viðskiptasambanda á milli Íslands og Kanada. Væntanlega má finna einhverja leið til að efla samskiptin. Því er þessi tillaga til þingsályktunar flutt.