Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 162 . mál.


Sþ.

499. Svar


samgönguráðherra við fyrirspurn Eggerts Haukdals um sýsluvegi.

1.    Með XII. kafla laga nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, var gerð sú breyting á vegalögum að eftir sl. áramót varð lagning og viðhald sýsluvega að öllu leyti kostað af ríkisframlagi á vegáætlun, en áður kom um 1 / 3 frá hreppsfélögum og um 2 / 3 frá ríki á vegáætlun.
2.    Samkvæmt áður gildandi vegalögum, þ.e. þeim lögum sem féllu úr gildi um sl. áramót var framlag til sýsluvega lögbundið. Hvert hreppsfélag greiddi í sýsluvegasjóð sem nam andvirði 6–8 dagvinnustunda fyrir hvern íbúa, miðað við kaupgjald í almennri verkamannavinnu, og veitti síðan til sýsluvega af vegáætlun upphæð sem eigi var lægri en tveimur og hálfum sinnum heildarupphæð innheimtra sýsluvegasjóðsgjalda. Í nefndri breytingu á vegalögum er ekkert ákvæði sem tryggir sýsluvegum fjármagn á þennan hátt, heldur er framlag til þeirra hverju sinni ákveðið í vegáætlun.
3.    Í vegáætlun fyrir árin 1989–1992 er gert ráð fyrir 190 milljónum króna til sýsluvega á árinu 1990, en í fjárlögum fyrir árið 1990 er sú tala lækkuð í 153 milljónir króna, sbr. nánara meðfylgjandi yfirlit um framlög til sýsluvega 1981–1990.

Tafla.

Framlög til sýsluvega 1981–1990.


(Verðlag samkvæmt forsendum fjárlaga 1990, í millj. kr.)


             Ríkis-    Heima-    Sam-
    Ár         framlög    framlög    tals
    ——————         ———    ———    ————
    1981 ..................         151    89240
    1982 ..................         139    80219
    1983 ..................         107    52159
    1984 ..................         126    62188
    1985 ..................         116    60176
    1986 ..................         123    68191
    1987 ..................         133    84217
    1988 ..................         179    72251
    1989 ..................         162    65227
    1990 samkvæmt vegáætlun         190    0190
    1990 samkvæmt fjárlögum         153    0153