Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 310 . mál.


Sþ.

552. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um réttindastöðu kennara sem ráða sig tímabundið sem höfundar hjá Námsgagnastofnun.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hvers vegna er starf þeirra kennara, sem vinna tímabundið höfundarvinnu fyrir Námsgagnastofnun, ekki metið jafngilt kennslureynslu og hvers vegna halda þeir ekki samningsbundnum réttindum sínum hjá ríkinu, t.d. lífeyrisréttindum meðan þeir vinna að námsefnisgerð?
2.     Hyggst menntamálaráðherra breyta þessu? Ef svo er, hvenær er þeirra breytinga að vænta?