Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 327 . mál.


Sþ.

637. Nefndarálit



um till. til þál. um öryggi í óbyggðaferðum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt. Nefndinni er kunnugt um að dómsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafa þegar ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um atriði sem tilgreind eru í þessari tillögu, en telur engu að síður rétt að Alþingi samþykki tillöguna til að leggja áherslu á að þingið telur brýnt að þessu máli sé fylgt fast eftir.
    Ingi Björn Albertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. febr. 1990.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Jón Kristjánsson,


fundaskr.


Karl Steinar Guðnason.


Eggert Haukdal.


Kristinn Pétursson.


Guðrún Helgadóttir.