Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 519 . mál.


Nd.

1096. Nefndarálit



um frv. til l. um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk til viðræðna um frumvarpið Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands Íslands, Hannes G. Sigurðsson, hagfræðing Vinnuveitendasambandsins, Ásgeir Daníelsson, hagfræðing hjá Þjóðhagsstofnun, Sigurð Stefánsson endurskoðanda, Benedikt Valsson, hagfræðing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, Svein Hjört Hjartarson, hagfræðing Landssambands íslenskra útvegsmanna, Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Friðrik Pálsson, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Óskar Vigfússon, forseta Sjómannasambands Íslands, Hólmgeir Jónsson, hagfræðing Sjómannasambandsins, Ólaf Klemensson og Eirík Guðnason frá Seðlabanka Íslands. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Þjóðhagsstofnun og Sjómannasambandi Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem fluttar eru tillögur um á sérstöku þingskjali.
    Hreggviður Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þórhildur Þorleifsdóttir sat fundi nefndarinnar og er samþykkt áliti þessu.

Alþingi, 27. apríl 1990.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,


form., frsm.


Geir Gunnarsson.


Alexander Stefánsson.


Guðni Ágústsson.