Þjóðminjalög
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Frsm. menntmn. (Jón Helgason) :
    Hæstv. forseti. Menntmn. hefur lagt fram frv. til laga um breytingu á þjóðminjalögum nr. 88/1989 á þskj. 881. Í grg. frv. segir:
    ,,Frv. er flutt að ósk formanns þjóðminjaráðs. Því fylgdi svohljóðandi greinargerð:
    ,,Með breytingum þeim sem hér er lagt til að gerðar verði á þjóðminjalögum er miðað við að í stað starfsheitisins ,,deildarstjóri fornleifadeildar`` komi hið forna starfsheiti ,,fornminjavörður`` og sé hann ráðinn til fimm ára í senn. Starfssvið hans er hið sama og deildarstjóra fornleifadeildar í núgildandi lögum. Starfsemi fornminjavörslu er afar viðamikil og ljóst að eðlilegra er að tala um fornleifasvið Þjóðminjasafns en fornleifadeild sem geti, er fram líða stundir, skipst í deildir. Einnig tekur starfssvið fornminjavarðar til landsins í heild samkvæmt frv. Þá er áfram lagt til að ráðið sé til starfsins tímabundið. Ekki er efnislega um aðrar breytingar að ræða í frv. þessu.````