Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 286 . mál.


Sþ.

520. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um málefni stundakennara.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



     Hvers vegna hafa stundakennarar ekki samningsrétt?
     Hvaða rök eru fyrir því að stundakennarar njóti ekki kjara samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga, sbr. lög nr. 55/1980, heldur samkvæmt einhliða ákvörðun ráðherra?
     Hvers vegna njóta stundakennarar ekki hliðstæðra kjara fyrir stundakennslu og sérfræðingar við Háskóla Íslands?