Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 338 . mál.


Nd.

772. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um kosningar til Alþingis, nr. 80 16. október 1987, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



     Á eftir 13. gr. komi ný grein, er verði 14. gr., og orðist svo:
                   Fyrri málsliður 30. gr. orðist svo: Á framboðslista í kjördæmi skulu vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á þingmenn í hvert skipti, en aldrei fleiri en tvöföld sú tala.
     Við 16. gr. Greinin falli brott.
     Við 20. gr. Orðin „við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við alþingiskosningar“ í 2. mgr. falli brott.     
     Við 22. gr. Við 2. efnismgr. b-liðar bætist: Kjörstjóri getur í sinn stað tilnefnt sem utankjörfundarkjörstjóra tvo trúnaðarmenn til að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hjá kjósanda.
     Við 24. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
                   Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé höndin ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal geta á skrá skv. 1. mgr. og á fylgibréfinu, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð við að árita kjörseðil skal því aðeins veitt að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.
     Við 32. gr. Orðin „hafi samkvæmt henni ekki rétt til að greiða atkvæði“ í fyrsta málslið fyrri efnismálsgreinar falli brott.
     Á eftir 40. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   Í stað orðanna „starfsmaður utankjörfundarkjörstjóra“ í 2. tölul. 134. gr. komi: utankjörfundarkjörstjóri.
     Við 41. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi.
                   Ákvæði 15. gr., 19. 21. gr., a-liðar 22. gr., 24. 26. gr. og 31. 38. gr. skulu þó ekki koma til framkvæmda fyrr en að loknum næstu alþingiskosningum 1991.