Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 337 . mál.


Sþ.

947. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur Björnsson um meðferð ríkissaksóknara á málum er varða kynferðisafbrot gagnvart börnum.

     Hve mörg mál, er varða kynferðisafbrot gagnvart börnum yngri en 16 ára, bárust ríkissaksóknara á árunum 1980 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

1980:    21 mál. Ákærur gefnar út í níu málum. Af þeim lauk átta með dómi, en í einu tilviki lést hinn ákærði áður en dómur gekk. Heimilaðar voru dómsáttir í ellefu málum en eitt mál var fellt niður.
1981:    14 mál. Ákært var í átta málum og gekk dómur í sjö þeirra, en í einu tilviki lést hinn ákærði áður en dómur féll. Dómsátt var heimiluð í þremur málum og þrjú mál voru felld niður.
1982:    11 mál. Ákært var í fimm þeirra og lauk öllum með dómi. Í fjórum málum voru dómsáttir heimilaðar, en tvö mál voru afgreidd með ákærufrestun.
1983:    11 mál. Ákært var í átta málum og lauk öllum með dómi. Dómsáttir voru heimilaðar í tveimur málum, en eitt mál var fellt niður.
1984:    15 mál. Ákært var í níu málum og lauk öllum með dómi. Dómsáttir voru heimilaðar í fjórum málum, en tvö mál voru felld niður.
1985:    15 mál. Ákært var í fjórum málum og lauk öllum með dómi. Dómsáttir voru heimilaðar í fjórum málum, en sjö mál voru felld niður.
1986:    15 mál. Ákært var í sex málum og lauk öllum með dómi. Dómsáttir voru heimilaðar í fjórum málum, en fimm mál voru felld niður.
1987:    4 mál. Dómsátt var heimiluð í þremur málum, en eitt mál var fellt niður.
1988:    2 mál. Báðum málum var lokið með dómsátt.
1989:    4 mál. Öll afgreidd með dómsátt.
1990:    11 mál. Lokið er afgreiðslu fimm mála. Í þremur þeirra var ákært, en tvö mál voru felld niður. Óafgreidd eru sex mál frá síðustu þremur mánuðum ársins.

     Hve mörgum þessara mála lauk með dómi og hve mörg þeirra voru felld niður?

    Sjá svör við 1. spurningu.

     Hvaða ástæður voru tilgreindar ef ríkissaksóknari felldi slík mál niður? Svar óskast sundurliðað eftir helstu ástæðum fyrir niðurfellingu og kæruefnum og nái til áranna 1989 og 1990.

    Helstu ástæður voru þær að rannsóknargögn þóttu eigi nægileg eða líkleg til sakfellis, sbr. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 74/1974, um meðferð opinberra mála, en þar segir að eftir að ríkissaksóknari hefur fengið í hendur rannsóknargögn athugi hann hvort mál skuli höfðuð eða eigi. Ef hann telur það sem fram er komið ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis lætur hann við svo búið standa.

     Hverjar voru dómsniðurstöður í þeim málum er lauk með dómi, sbr. 2. lið? Svar óskast sundurliðað eftir helstu kæruefnum og niðurstöðum dóma og taki til áranna 1989 og 1990.

    Eigi hefur gefist tími til þess að afla gagna til upplýsinga um dómsniðurstöður í þeim málum sem lauk með dómi.

     Hve lengi voru mál, er varða kynferðisafbrot gagnvart börnum yngri en 16 ára, að jafnaði til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara árin 1989 og 1990?

Afgreiðsla mála:

1989

Númer máls     Málið kom     Mál afgreitt     Tími

110     13.09.89     07.09.89     7 1 / 2 mán.
774     20.03.89     13.06.89     2 1 / 2 mán.
981     17.04.89     18.07.89     2 mán.
2605     22.09.89     12.10.89     3 vikur

Fjögur mál á árinu, meðaltal u.þ.b. þrír mánuðir á mál.

1990

Númer máls     Málið kom     Mál afgreitt     Tími

606     15.03.90     02.04.90     3 vikur
1949     31.10.90          
3632     21.09.90
3982     17.10.90
4228     01.11.90
4230     01.11.90
4235     12.11.90
4604     04.12.90     21.12.90     2 vikur
4858     31.12.90
4860     31.12.90     21.01.91     3 vikur
4862     31.12.90