Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 271 . mál.


Sþ.

950. Nefndarálit



um till. til þál. um íslenska heilbrigðisáætlun.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um tillöguna og fékk til viðræðna um hana Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
    Tillaga um sama efni hefur tvívegis áður verið lögð fram á Alþingi. Eftir verulega umfjöllun um tillöguna á síðasta þingi, m.a. með hliðsjón af fjölmörgum umsögnum sem nefndinni bárust, taldi nefndin ekki grundvöll fyrir því að afgreiða málið og lagði því til að tillögunni yrði vísað til ríkisstjórnarinnar og hún endurskoðuð með hliðsjón af ábendingum nefndarinnar og fyrirliggjandi umsögnum. Þó að tillagan væri lögð fram endurskoðuð á þessu þingi taldi nefndin enn töluverða vankanta á henni og hefur því niðurstaða meiri hl. nefndarinnar orðið sú að leggja til verulegar breytingar á tillögunni. Breytingarnar felast m.a. í því að formi tillögunnar hefur verið breytt og auk þess gerðar breytingar á texta, bæði efnislegar og málfarslegar.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 13. mars 1991.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.

Rannveig Guðmundsdóttir,


fundaskr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.


Alexander Stefánsson.

Ásgeir Hannes Eiríksson.