Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 379 . mál.


Ed.

1125. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 59/1987, um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Ásmund Stefánsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórarin V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands og Dögg Pálsdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
    Þótt meiri hl. nefndarinnar geri sér grein fyrir því að hugsanlega sé um nokkurt misræmi milli réttinda sem konur öðlist er um mikilvægt skref að ræða til réttarbóta fyrir allar konur. Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga.

Alþingi, 20. mars 1991.



Salome Þorkelsdóttir,


fundaskr., frsm.

Guðrún J. Halldórsdóttir.

Margrét Frímannsdóttir,


með fyrirvara.


Guðmundur H. Garðarsson.