Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 11:30:00 (3455)

     Björn Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Þegar þessi listi er skoðaður má nefna ýmis dæmi máli sínu til sönnunar þegar menn velta fyrir sér hvaða reglum hafi verið fylgt eða hvort nokkrum reglum hafi verið fylgt. Hér var minnst á Morgunblaðið áðan. Það kemur fram að það hefur fengið 391.467 kr. á þessum sundurliðaða lista sem liggur fyrir á meðan blað eins og Þjóðviljinn hefur fengið 450 þús. Ég vek einnig athygli á því að fyrirtækið Fróði, sem gefur út fjölmörg tímarit, hefur fengið 58.689 kr. en tímaritið Þjóðlíf, sem er aðeins eitt blað, hefur fengið 273.900 kr. Menn þurfa því ekki að fara langt til að leita að því að þarna hefur aðilum greinilega verið mismunað og nauðsynlegt að skoða þetta nánar og velta fyrir sér og spyrja hvaða reglum hafi verið fylgt. Hér hefur raunar komið fram í umræðunum að engum reglum hefur verið fylgt heldur aðeins geðþótta starfsmanna fjmrn.