Útboð

116. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 12:05:00 (5038)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að hafa komið með þessa fsp. því ég held að það sé tímabært að ræða það hvernig staðið er að útboðum hér á landi. Og af því að ég hef mjög lítinn tíma til þess að ræða það frekar, virðulegi forseti, þá vil ég aðeins benda á það að hjá Vegagerð ríkisins setja þeir sér sínar eigin reglur um útboð og ég er ekki að deila á það í sjálfu sér. Ég veit að þeir hafa reynt að fá sem hagstæðust útboð en mér finnst það samt mjög athugunarvert þegar einhver ein ríkisstofnun getur sétt sér eigin reglur, eigin verklagsreglur um útboð. Ég held því að það sé tímabært að skoða hvort ekki þurfi að setja lög um þetta sem að vísu mundu þá styðjast við íslenskan staðal 30 sem hér hefur verið notaður.