Norræna ráðherranefndin 1991--1992

117. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 15:06:00 (5070)

     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hef ekki orðið var við að vinstri sósíalistar á Norðurlöndum séu eitraðir. En ég er bara ekki sammála þeim, það er mergurinn málsins. Og um afstöðu okkar framsóknarmanna til Evrópsks efnahagssvæðis, þá hélt ég að hún ætti að vera fullkunnug. Ég tek það fram að 4. þm. Austurl. hefur verið á móti Evrópsku efnahagssvæði frá upphafi. Við framsóknarmenn tókum þátt í því að semja um þetta Evrópska efnahagssvæði, gerðum um það vissa fyrirvara sem við stöndum við enn. Við höfum ekki stefnt að aðild að Evrópubandalaginu, það er fullljóst. Það er algjörlega óþarfi að vera að láta að því liggja í þessari umræðu. Það er fullljóst og margtekið fram og okkur hefur verið legið á hálsi fyrir það að draga það inn í síðustu kosningar. Þetta vita allir og það er alveg óþarfi að blanda því inn í umræðu um þessa skýrslu.