Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:54:46 (6886)


     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Samkvæmt þingsköpum er það þannig að það er ekki hægt að breyta máli í grundvallaratriðum á milli umræðna. Nú hefur verið ákveðið tiltekið ákvæði til bráðabirgða, ákvæði II, sem þó stenst ekki þau lög sem eru í gildi í landinu í dag. Og

samkvæmt venjum hér á Alþingi er ekki hægt að snúa þeirri samþykkt við í næstu umræðu. Hér er bersýnilega þannig að málum staðið að eðlilegast væri auðvitað að gera hlé á þessari atkvæðagreiðslu og fara yfir málið því að hér hefur meiri hluti þingheims þegar afgreitt mál með þeim hætti að ekki stenst og harma ég það auðvitað að svona skuli vera staðið að jafnalvarlegu og mikilvægu máli og hér er á dagskrá.